Pelahaldarinn
Pelahaldarinn
Pelahaldarinn er fyrir 500ml pela til þess að hafa utan um hálsinn.
Pelahaldarinn er prjónaður ofanfrá og niður með útaukningum í berustykki og mynstur prjónað samkvæmt mynd.
Ermalykkjur eru geymdar á meðan bolurinn er prjónaður og þær svo prjónaðar hvor í sínu lagi. Í lokin er þeim tyllt við bolinn með einu saumspori neðst.
Hálsband er gert sér á sokkaprjóna og það svo fest við stroffið í lokin.
GARN
Léttlopi frá Ístex eða það garn sem passar prjónfestunni.
Aðallitur: u.þ.b. 30g
Mynsturlitur: u.þ.b. 20g
Athugið að ef annað garn er valið gæti það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess að magnið gæti breyst.
PRJÓNAR
Sokkaprjónar nr. 4,5 eða hringprjónn 80cm nr. 4,5 með magic loop aðferðinni.
Ath. að sannreyna prjónfestu og breyta um prjónastærð ef þarf.
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
18 L = 10 cm
ANNAÐ
Hjálparband eða næla
Skæri, nál
Hönnuður: Fanney Rún Ágústsdóttir
Dreifing og fjölföldun bönnuð
Október 2023