Skip to product information
1 of 3

Heimatún barnapeysa

Heimatún barnapeysa

Regular price 1.050 ISK
Regular price Sale price 1.050 ISK
Til sölu Uppselt
.

Peysan er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka til að byrja með og svo er tengt í hring. Prjónað er slétt á réttunni og brugðið á röngunni. Fyrstu 6 og síðustu 6 lykkjurnar eru kantlykkjur sem mynda tölulista. Þær eru alltaf prjónaðar með stroffprjóni, 1 slétt og 1 brugðin. Við enda tölulistanna er gerður i-cord kantur sem gerir kantinn mjög fallegan.

STÆRÐIR

1 árs / 2 ára / 3 ára / 4 ára / 5ára / 6ára

UMMÁLBOLS

56 / 59 / 60 / 64 / 65  / 67 cm

GARN

Fine merino (50 g = 105 m)

Litur 1: 100 g / 100 g / 100 g / 100 g / 100 g /100 g 
Litur 2: 100 g / 100 g / 150 g / 150 g / 200 g /200 g 
Athugið að ef annað garn er valið gæti það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst

PRJÓNAR

Hringprjónn 40-60 cm. Númer 4,0

(sannreynið prjónfestu og breytið um prjónastærð ef þarf)

Sokkaprjónar númer 4,0

PRJÓNAFESTA 22L = 10 cm

ANNAÐ

Prjónamerki, hjálparband, skæri, nál og 3 tölur

 

Hönnuður: Fanney Rún Ágústsdóttir
Dreifing og fjölföldun bönnuð
Ágúst 2024

Skoða allt